Ferill 580. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 580 . mál.


972. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996.

Frá samgöngunefnd.



1. gr.


    2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Að annast þátt ríkisins í framkvæmd laga um sjóvarnir og hafa umsjón með ríkisstyrktum framkvæmdum vegna lendingarbóta.

2. gr.


    Við fyrri málslið 1. mgr. 5. gr. laganna bætist: og málum er varða sjóvarnir.

3. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða því að samgöngunefnd hefur ákveðið að mæla með samþykkt frumvarps til laga um sjóvarnir, 115. máls. Breytingar þessar eru taldar nauðsynlegar til samræmis ef framangreint frumvarp verður að lögum en þær lúta að verkefnum Siglingastofnunar Íslands og verkefnum hafnaráðs.